2008
Þorvaldsdalsskokkið 5. júlí 2008
Fimmtánda Þorvaldsdalsskokkið fór fram laugardaginn 5. júlí við góðar aðstæður. Fjörtíu þátttakendur voru að þessu sinni, 20 hlauparar og 20 göngumenn. Þegar göngumenn hófu gönguna kl. 9:00 var þoka en henni hafði létt þegar hlaupararnir voru ræstir kl. 12:00 og var veður hið besta. Allir hlaupararnir luku skokkinu undir 4 tímum og var sigurvegarinn á afbragðs tíma, 2:09:33.
Sigurvegari að þessu sinni varð Guðmundur Sigurðsson á tímanum 2 klst. 9 mín og 33 sek. Gauti Höskuldsson varð annar og Starri Heiðmarsson þriðji. Fyrst kvenna varð Sigríður M. Valgeirsdóttir á tímanum 3 klst. 3 mínútur og 30 sekúndur, sem er bæting á besta tíma í aldursflokknum, önnur Hafrún Friðriksdóttir og Sigríður Gísladóttir þriðja.
Þrír fyrstu í karla- og kvennaflokki fengu gjafabréf frá Afreksvörum ehf.
Heildarúrslit urðu:
Aldursflokkaúrslit