1999

Þorvaldsdalsskokkið 1999

Einn viltist

Hlaupið fór fram 3. júlí í þokkalegu veðri, 12 stiga hita og golu, en lágskýjað var þannig að menn lentu í þoku í svonefndri Kytru, þar sem hlaupaleiðin liggur hæst. Hlaupið hófst kl 10 og er þetta í fyrsta sinn sem keppendur mæta við Árskógarskóla en þar gátu menn skilið föggur sínar eftir við endamarkið. Keppendum var síðan ekið að Fornhaga í Hörgárdal, þar sem hlaupið hófst. Þátttakendur voru 25 en einn keppandi villtist og snéri við og kom fram við rásmarkið suður í Hörgárdal um kvöldmatarleitið, en þá hafði björgunarsveitin leitað hans norðanfrá. Sigurvegari var Jón Björgvin Hjartarson úr Garðabæ, en hann hljóp á 2 tímum, 26 mínútum og 40 sekúndum. Baldvin Ólafsson, sem áður hefur skokkað Þorvaldsdalinn, er elsti þátttakandi hingað til, 79 ára. Úrslit voru þessi:

Konur 16-39 ára

1. Hafdís Ólafsdóttir, Akureyri 4,07,02

2. Jónína Gunnlaugsdóttir, Dalvíkurbyggð 4,45,30

2. Soffía Hreinsdóttir, Dalvíkurbyggð 4,45,30

4. Elín Magnúsdóttir, Akureyri 5,10,55

4. Þórhalla Halldórsdóttir, Akureyri 5,10,55

Konur 40-49 ára

1. Sigrún Jónsdóttir, Akureyri 4,15,58

2. Hallfríður Ingimundardóttir, Reykjavík 4,23,31

3. Guðrún Óðinsdóttir, Akureyri 4,46,40

4. Sigríður Steinþórsdóttir, Akureyri 5,08,21

Karlar 16-39 ára

1. Jón Björgvin Hjartarson, Garðabæ 2,26,40

2. Baldur Ingvarsson, Akureyri 2,33,15

3. Ólafur Briem, Kópavogi 2,50,59

4. Stefán Sigurðsson, Akureyri 2,59,02

Karlar 40-49 ára

1. Þórhallur Jóhannesson, Reykjavík 2,30,55

2. Þórarinn Hjartarson, Akureyri 2,41,02

3. Halldór Guðmundsson, Reykjavík 2,56,42

4. Ólafur H. Baldvinsson, Akureyri 3,00,03

5. Ingvar Þóroddsson, Akureyri 3,24,04

6. Ólafur Tr. Kjartansson, Akureyri 4,26,15

7. Gunnlaugur Sigurðsson, Dalvíkurbyggð 4,45,31

Karlar 50-59 ára

1. Davíð Haraldsson, Akureyri 2,40,01

Karlar 60-69 ára

1. Eysteinn Þorvaldsson, Reykjavík 3,00,59

2. Óðinn Árnason, Akureyri 4,09,47

Karlar 70 ára og eldri

1. Baldvin Ólafsson, Akureyri 6,04,58