2007
Þorvaldsdalsskokkið 30. júní 2007
Fjórtánda Þorvaldsdalsskokkið fór fram laugardaginn 30. júní við góðar aðstæður. Heiðskírt var og veður hið besta. Tuttugu og sex keppendur luku keppni að þessu sinni auk þess sem nokkrir göngumenn nutu leiðsagnar Bjarna Guðleifssonar um dalinn. Sigurvegari að þessu sinni varð Stefán Viðar Sigtryggsson á tímanum 2 klst. 23 mín og 8 sek. Andri Steindórsson varð annar og Starri Heiðmarsson þriðji. Fyrst kvenna varð Sigríður Einarsdóttir á tímanum 2 klst. 41 mínúta og 31 sekúnda, sem er bæting á besta tíma í aldursflokknum, önnur Guðbjörg M. Björnsdóttir og Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir þriðja.
Þrír fyrstu í karla- og kvennaflokki fengu gjafabréf frá Afreksvörum ehf.
Heildarúrslit urðu:
Aldursflokkaúrslit