1995

Þorvaldsdalsskokkið 1995

Erfiðar aðstæður

Þorvaldsdalsskokkið fór fram laugardaginn 1. júlí og var hlaupið frá Fornhaga í Hörgárdal að Ársskógi á Árskógsströnd, um 26 km vegalengd eftir endilöngum óbyggðum Þorvaldsdalnum, en hæst liggur leiðin um 500 m yfir sjávarmál. Keppnin felst í því að komast dalinn á enda á innan við 6 tímum, og mega menn velja sína eigin leið og sinn eigin hraða. Skokkið á að geta höfðað bæði til þolhlaupara, skokkara og göngumanna, hver fer eftir sinni getu og löngun. Þetta er í annað sinn sem þetta sérstæða óbyggðahlaup fer fram, en í ár voru aðstæður allar erfiðari en í fyrra, vegna þess hve seint voraði. Talsverður snjór var á vatnaskilum, en hann var sem betur fer hæfilega gljúpur til hlaups. Tæplega 30 garpar af öllum gerðum lögðu af stað í sunnanþey og björtu veðri og hugsuðu gott til þess að hafa vindinn í bakið norður dalinn. En þennan dag gengu veðurskil hratt yfir landið og þegar garparnir voru komnir inn í dalkjaftinn mætti þeim stíf norðanátt og niðaþoka, sem létti þegar komið var á miðjan dalinn. Var ekki frítt við að skipuleggjendur keppninnar hefðu áhyggjur af því að einhverjir villtust og týndust, en allir skiluðu sér að lokum. Má segja að þokan hafi orðið hluti af ævintýrinu en einnig var ævintýralegt að þurfa að ösla í hné nýfallna aurskriðu utarlega á dalnum og láta jeppa ferja sig yfir einu þverána sem á leiðinni er, en hún var í miklum vexti vegna hlýindanna. Þolhlaupararnir hurfu fljótlega sjónum annara keppenda, og hefur það eflaust leitt til þess að margur meðalskokkarinn sleit sér út til fulls, en göngumennirnir röltu dalinn og nutu ferðarinnar sennilega best. Allir keppendur virtust ánægðir þegar þeir komu í mark. Sigurður Bjarklind varð fyrstur á 2 tímum og 26 mínútum, en tími keppenda var sem hér greinir:

Konur 16-39 ára:

1. Anna Viðarsdóttir, Reykjavík 3,39,06

2. Hólmfríður Sigurðardóttir, Akureyri 5,08,43

3. Steingerður Zophaníasdóttir, Akureyri 5,19,23

4. Helga Guðnadóttir, Akureyri 5.26.22

 

Konur 40-49 ára:

1. Sigrún Jónsdóttir, Akureyri 5,06,56

2. Ragna Ósk Ragnarsdóttir, Akureyri 5,26,22

Konur 50-59 ára:

1. Kristjana Baldursdóttir, Akureyri 5,18,20

 

Karlar 16-39 ára:

1. Konráð Gunnarsson, Akureyri 2,48,50

2. Brynjar Skúlason, Arnarneshreppi 3,10,06

3. Helgi Viðarsson, Reykjavík 3,14,42

4. Helgi Þór Helgason, Öxnadalshreppi 3,20,32

5. Andri Sigurjónsson, Akranesi 3,20,47

6. Ólafur Stefánsson, Reykjavík 3,23,37

7. Stefán Þór Guðmundsson, Akureyri 4,06,55

8. Baldur Jónsson, Árskógsströnd 4,11,50

9. Egill Jóhannsson, Akureyri 5,26,22

 

Karlar 40-49 ára:

1. Sigurður Bjarklind, Akureyri 2,26,35

2. Ólafur H. Baldvinsson, Akureyri 3,24,26

3. Helgi Helgason, Akureyri 3,32,26

4. Þorsteinn Konráðsson, Akureyri 4,29,41

5. Frosti Meldal, Akureyri 5,05,56

6. Jóhann Gunnar Jóhannsson, Akureyri 5,26,22

 

Karlar 50-59 ára:

1. Bjarni E. Guðleifsson, Arnarneshreppi 3,16,50

2. Þorsteinn Skaftason, Dalvík 3,27,15

3. Kári Eðvaldsson, Akureyri 5,18,20

 

Karlar 70 ára og eldri:

1. Angantýr Hjörvar Hjálmarsson, Eyjafjarðarsveit 5,13,33