1994

Þorvaldsdalsskokkið 1994

Tókst vel og væntanlega endurtekið að ári

Þorvaldsdalsskokkið fór fram í fyrsta sinn sunnudaginn 10. júlí. Það var rigning en fremur hlýtt þegar 44 bjartsýnismenn lögðu á dalinn frá Fornhaga í Hörgárdal og stefnt var gegnum Þorvaldsdalinn að Árskógsskóla. Vegalengdin er um 26 kílómetrar. Veður skánaði þegar á hlaupið leið. Allir þáttakendur munu hafa blotnað í fætur fljótlega og einhverjir hruflast. Menn reyndu yfirleitt að velja stystu leið og þegar mönnum hljóp kapp í kinn gilti spakmælið að "betri er kelda en krókur". Mestu torfærurnar voru tvö stórgrýtt hraun (berghlaup). Bíll ferjaði keppendur yfir einu þverána og björgunarsveitamenn sáu um drykkjarstöðvar og aðhlynningu. Þátttakendur má gróflega flokka í þrennt. Fyrstir voru keppnismennirnir sem hlupu alla leið á góðum tíma. Næstir komu skokkararnir sem fóru eins hratt og þjálfun og líkamsástand gaf tilefni til, en síðastir voru göngumennirnir og röltararnir, sem nutu umhverfisins meira en hinir og tóku lengstan tíma í ferðina. Var að heyra á flestum að sæmilega hefði tekist til og hlaupið yrði endurtekið að ári með nokkrum endurbótum. Fyrstur í mark var Guðmann Elísson úr Reykjavík og notaði hann 2 tíma og 13 mínútur. Tími þáttakenda var þessi:

Konur 16-39 ára

Konur 40-49 ára

Karlar 16-39 ára

Karlar 40-49 ára

Karlar 50-59 ára

Karlar 60-69 ára