2003
Þorvaldsdalsskokkið 2003
Metið bætt um 7 mínútur
Það var góð þáttaka í tíunda Þorvaldsdalsskokkinu, alls lögðu 45 keppendur af stað en 8 þeirra gengu rólega undir leiðsögn. Hinir skokkuðu eins hratt og geta leyfði. Veður var ágætt, skýjað og hæg norðangola. Búist var við að dalurinn væri blautur eftir miklar rigningar undanfarna daga, en svo reyndist ekki vera. Nú var metið frá 1997 bætt um rúmar 7 mínútur og var þar að verki tvítugur maður frá Neskaupstað, Þorbergur Ingi Jónsson, en tími hans var 2.00.04. Sá sem fór næsthraðast var einnig undir gamla metinu, en það var Haukur Friðriksson úr Reykjavík sem er á fimmtugsaldri. Tveir menn á áttræðisaldri fóru dalinn að þessu sinni. Nú er spurning hver verður fyrstur til að rjúfa tveggja tíma múrinn og fara þessa 26 kílómetra á minna en tveimur tímum.
Árangur varð þessi:
Karlar 16-39 ára
Karlar 40-49 ára
Karlar 50-59 ára
Karlar 60-69 ára
Karlar 70 ára og eldri
Konur 16-39 ára
Konur 40-49 ára