Aftur slær Björn metið!
Dagsetning birtingar: Jul 03, 2011 12:11:3 AM
Þorvaldsdalsskokkið fór fram í dag í afbragðsveðri. Þátttaka var með ágætum, 41 hlaupari hóf keppni og luku langflestir keppni. Sigurvegari ársins, Björn Margeirsson, bætti jafnframt metið sem hann sjálfur setti í fyrra og kom í mark á tímanum 1:51:55. Rannveig Oddsdóttir sigraði í kvennaflokki og hjó nálægt metinu í kvennaflokki en sigurtími hennar var 2:22:24.
Þrír fyrstu karlar, frá vinstri: Keith Fogg sem var þriðji á tímanum 2:10:22, Björn Margeirsson, sigurvegari, sem hljóp á 1:51:55 og Stefán Viðar Sigtryggsson sem varð annar á tímanum: 2:10:16.
Rannveig Oddsdóttir, sigurvegari í kvennaflokki var nálægt því að slá metið í kvennaflokki í sínu öðru Þorvaldsdalsskokki. Rannveig kom í mark á tímanum 2:22:24.
Heildarúrslit í hlaupinu:
Karlaflokkur
Kvennaflokkur