Þorvaldsdalsskokkið 2011
Dagsetning birtingar: Jul 03, 2011 7:52:9 PM
Hlaup ársins tókst vel. Veðrið lék við þátttakendur og þótti sumum nóg um að berjast við vegleysur Þorvaldsdals í hitanum. Fjörtíuogeinn hlaupari hóf leik og skiluðu 38 þeirra sér í mark.
Hluti þátttakenda fær síðustu ráðleggingar frá Starra Heiðmarssyni hlaupstjóra.
Hlaupararnir lagðir af stað og hefja hlaupið á að fara yfir brú á Ytri-Tunguá.
Hér má sjá á eftir hlaupurunum þar sem þeir leggja á brattann og framundan eru tæpir 25 km af kindagötum, mýrum, aurkeilum, skriðum, hraunum og slóðum.
Meðan hlaupararnir glímdu við Þorvaldsdalinn biðu tímaverðir og aðrir starfsmenn hlaupsins við rafmagnsskúrinn hjá Stærri-Árskógi.
Rétt fyrir tvö grillti í fyrsta mann sem kom hlaupandi eftir slóðanum ofan af Þorvaldsdal.
Þar var kominn sigurvegari síðasta árs, Björn Margeirsson sem kom í mark á nýju heimsmeti í Þorvaldsdalsskokkinu, 1:51:55
Ekki var langt milli annars manns og þess þriðja, hér kemur Stefán Viðar Sigtryggsson í mark en stutt á eftir honum má sjá Keith Fogg.
Fyrsta kona í mark var Rannveig Oddsdóttir á 2:22:24.