Þorvaldsdalsskokkið 2018
Dagsetning birtingar: Jul 08, 2018 8:58:9 PM
Þorvaldsdalsskokkið fór venju samkvæmt fram á fyrsta laugardegi júlímánaðar sem var sá sjöundi. Metþátttaka var í hlaupinu að þessu sinni en alls hlupu 73 dalinn. Sigur vann Óskar Jakobsson og var tími hans 2:20:08, í öðru sæti var Elsa Guðrún Jónsdóttir á 2:25:29 og er það þriðji besti tími konu frá upphafi í Þorvaldsdalsskokkinu. Heildarúrslit má sjá hér.
Óskar Jakobsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir sem sigruðu í Þorvaldsdalsskokkinu 2018.
Helgi Reynir Árnason (2. sæti), Óskar Jakobsson (1. sæti) og Hólmgeir Rúnar Hreinsson (3. sæti)
Svava Jónsdóttir (2. sæti) og Þórhildur Ólöf Helgadóttir (3. sæti)
Verðlaun voru veitt þremur fyrstu í karla- og kvennaflokki og voru þau í boði 66°N og Hvalaskoðunar Hauganesi.