1998
Þorvaldsdalsskokkið 1998
Hlaupið í þoku.
Þorvaldsdalsskokkið fór fram í fimmta sinn laugardaginn 4. júlí. Þegar væntanlegir keppendur litu út um gluggana í Eyjafirðinum um morguninn var dimm þoka niður undir byggð. Margir munu því hafa hætt við, en rúmlega 20 manns mættu kl. 10,00 um morguninn til keppni. Aðstandendur skokksins töldu ábyrgðarleysi að senda ókunnugt fólk á dalinn í svarta þoku og var því ákveðið að fresta starti til hádegis, en þá hafði þokan svolítið lyft sér. Engu að síður lentu keppendur í þoku í svokallaðri Kytru þar sem dalurinn er hæstur, og tafði það nokkuð fyrir, en annars var ágætt veður, logn eða hæg gola í fangið. Dagur Egonsson varð fyrstur í mark á tímanum 2,35,40. Tími keppenda var sem hér greinir:
Konur 16-39 ára
1. Jónína Gunnlaugsdóttir, Svarfaðardal 4,29,10
1. Soffía Hreinsdóttir, Svarfaðardal 4,29,10
3. Díana Olsen, Akureyri 4,44,07
3. Hólmfríður Sigurðardóttir, Hálshreppi 4,44,07
Konur 40-49 ára
1. Hallfríður Sigurðardóttir, Sauðárkróki 3,37,14
1. Ingibjörg Valgeirsdóttir, Sauðárkróki 3,37,14
3. Ingibjörg Axelsdóttir, Sauðárkróki 4,22,27
4. Freygerður Sigurðardóttir, Dalvík 4,29,31
Karlar 16-39 ára
1. Dagur Egonsson, Reykjavík 2,35,40
2. Helgi Egonsson, Reykjavík 2,54,41
3. Halldór Halldórsson, Akureyri 2,57,20
4. Stefán Sigurðsson, Akureyri 3,44,55
5. Árni Sigurðsson, Akureyri 4,12,06
Karlar 40-49 ára
1. Ingþór Bjarnason, Akureyri 2,51,40
2. Gunnlaugur Sigurðsson, Svarfaðardal 4,29,10
Karlar 50-59 ára
1. Bjarni E. Guðleifsson, Arnarneshreppi 3,08,19
2. Þorsteinn Skaftason, Dalvík 3,17,15
Karlar 60-69 ára
1. Árni Sigurbergsson, Reykjavík 4,12,06