Þorvaldsdalsskokkið 3. júlí 2010
Dagsetning birtingar: May 02, 2010 1:35:1 PM
Þorvaldsdalsskokkið verður þreytt í 17. sinn þann 3. júlí n.k. Þorvaldsdalsskokkið hefst við Fornhaga í Hörgárdal og mark er við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd. Hlaupaleiðin liggur eftir endilöngum Þorvaldsdal þar sem hlaupið er yfir mýrar og móa en oft er hægt að fylgja kindagötum. Keppendum er leiðarvalið frjálst eftir dalnum en mikilvægt er að hafa Þorvaldsdalsána á vinstri hönd til að ekki þurfi að vaða ána neðarlega í dalnum. Yfir nokkra læki og þverár þarf að fara og er hlaupurum veitt aðstoð við að fara yfir þá stærstu, Hrafnagilsá.
Líkt og undanfarin ár munu göngumenn og þeir sem telja sig lengri tíma en 4 klst að fara dalinn hefja leik kl 9:00. Keppnishlaupið hefst svo kl. 12:00 og er tímatöku hætt kl. 16:00.