2005
Þorvaldsdalsskokkið 2005
Skokkið fór fram laugardaginn 2. júlí og það voru 20 hressir skokkarar sem lögðu af stað í blíðviðri. Sunnangola var í bakið og sólskinið létti lund. Allir komust á leiðarenda og það bar til tíðinda að nú kom sigurvegarinn úr fyrsta hlaupinu árið 1994, Guðmann Elísson úr Reykjavík og sigraði öðru sinni. Og það sem meira var, hann bætti tíma sinn um 8 mínútur þó hann hafi elst um 12 ár og færst upp um einn aldursflokk. Tími Guðmanns var 2.06.31 en mettíminn er 2.00.04.