Yfir 220 hlauparar skráðir nú þegar

Dagsetning birtingar: Jun 16, 2021 2:46:7 PM

Þann 3. júlí verður 28. Þorvaldsdalsskokkið þreytt!

Nú þegar eru yfir 220 hlauparar skráðir til leiks og eru mótshaldarar fullir tilhlökkunar að taka á móti keppendum. Enn er opið fyrir skráningu í hlaupið. Bæði er hægt að skrá sig á www.hlaup.is og í tölvupósti á thorvaldsdalsskokk@umse.is.

Við erum svo lánsöm að margar hendur vinna létt verk. Flestir sjálfboðaliðarnir okkar eru hafsjór af reynslu í kringum hlaupið og útivist, auk þess eru stöðugt nýjir að bætast í hópin. Við höfum líka stóran hóp samstarfsaðila. 66°norður hefur verið okkar aðal styrktaraðili og nú var Sjóvá koma inn við hlið þeirra sem einn af aðal styrktaraðilum skokksins. Þá hafa Hauganes Whale Watching, Sporttours, Papco, Hleðsla, Gatorade, Terra, og Húsasmiðjan verið þátttakendur í þessu með okkur. Í fyrra bættist svo við Björgunarsveitin Dalbjörg, sem aðstoðar við gæslu og öryggi.