Vorar seint í Þorvaldsdal

Dagsetning birtingar: Jun 09, 2013 10:1:26 PM

Tíðindamaður Þorvaldsdalsskokksins renndi upp í dalskjaftinn í dag, 9. júní og óhætt er að fullyrða að mikill snjór sé enn í Þorvaldsdal. Það eru þó enn 3 vikur í hlaupið og vafalítið mun mikið taka upp þangað til auk þess sem full gil af snjó eru fljótfarnari en tóm og því ekki útilokað að snjóalög geti hjálpað þátttakendum að ná betri tíma en annars! Meðfylgjandi mynd var tekinn suður Þorvaldsdal