Veðurspáin góð!

Dagsetning birtingar: Jul 05, 2012 12:9:7 PM

Þá nálgast Þorvaldsdalsskokkið 2012 óðfluga og er spá veðurstofunnar fyrir hlaupadaginn góð, reiknað er með suðvestan eða vestan átt og léttskýjuðu. Rétt að minna á sólaráburðinn!

Að morgni hlaupadags, 7. júlí, má nálgast keppnisgögn í Árskógsskóla (rétt við markið) frá kl. 9:45 en kl. 11:00 fer rúta frá Árskógsskóla að startinu við Fornhaga í Hörgárdal. Einnig geta hlauparar mætt við Fornhaga og þurfa þá að vera mættir uppúr 11:30 en þeim hlaupurum verða afhent keppnisgögn við startið.

Útlit er fyrir þátttöku í ágætu meðallagi en rúmlega 30 keppendur eru þegar skráðir.