Styttist í hlaup ársins

Dagsetning birtingar: Jun 30, 2015 9:20:29 PM

Þorvaldsdalsskokkið 2015 verður háð á laugardaginn næsta, 4. júlí. Þeir hlauparar sem vilja skilja bíla sína eftir í grennd við markið geta komið fyrir 11:00 að Árskógsskóla en rúta mun flytja hlaupara þaðan að rásmarkinu. Kort er sýnir staðsetningu Árskógsskóla má sjá hér. Veðurspáin er nokkuð hagstæð, veðurstofan gerir ráð fyrir austanátt og sæmilegum hita. Þrátt fyrir nokkra góða daga undanfarið hér norðanlands má reikna með allmiklum snjó á dalnum þetta árið þannig að hlauparar þurfa að gera ráð fyrir að hlaupa nokkurn hluta leiðarinnar á sköflum og snjó. Það er reyndar stundum hagstæðara en snjóskaflar geta fyllt sum giljanna sem annars þarf að hlaupa ofaní og uppúr aftur.