Sigurvegarar ársins í kvennaflokki
Dagsetning birtingar: Jul 05, 2015 5:54:53 PM
Emma Andersson frá Svíþjóð sigraði í hlaupi ársins í kvennaflokki. Sigurtími Emmu var 2:28:21 og má sjá hana hlaupa í mark á myndinni hér að neðan.
Sigríður Einarsdóttir, þrautreyndur Þorvaldsdalsskokkari, var í öðru sæti á tímanum 2:39:03 en besta tíma sínum náði Sigríður árið 2010 þegar hún hljóp á 2:29:45 en það er met í aldursflokki 40-49 ára. Í þriðja sæti var svo Rakel Heiðmarsdóttir og stórbætti hún fyrri árangur í hlaupinu og kom í mark á 2:48:44. Hér að neðan má sjá þrjár fyrstu konur, frá vinstri að telja: Sigríður Einarsdóttir, Emma Andersson og Rakel Heiðmarsdóttir.