Sigurvegarar ársins í karlaflokki

Dagsetning birtingar: Jul 05, 2015 4:31:59 PM

Þorbergur Ingi Jónsson sigraði í hlaupi ársins líkt og hann hefur alltaf gert þegar hann hefur tekið þátt. Þorbergur Ingi tók fyrst þátt í hlaupinu árið 2003 og hljóp þá á tímanum 2:00:04 sem þá var besti tími sem náðst hafði. Næst mætti Þorbergur Ingi til leiks árið 2012 og stórbætti þá eigin tíma auk þess sem hann setti met á tímanum 1:47:12. Í ár hljóp Þorbergur Ingi á tímanum 1:53:29 sem er þriðji besti tími frá upphafi. Hér má sjá Þorberg Inga nálgast síðustu drykkjarstöðina og ber klæðaburður hans vitni um veðurblíðu keppnisdagsins.

Næstur á eftir Þorbergi Inga var svíinn Daniel Netz á tímanum 2:08:54 en hann er lengst til vinstri á myndinni hér að neðan. Þorbergur Ingi er í miðjunni en til hægri er Simon Larsson sem lenti í þriðja sæti á tímanum 2:17:13.