Opið fyrir skráningar

Dagsetning birtingar: May 26, 2014 11:59:18 AM

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Þorvaldsdalsskokkið 2014. Hlaupið fer fram laugardaginn 5. júlí en allar frekari upplýsingar um framkvæmd hlaupsins má finna hér á síðunni. Líkt og áður fer skráning fram gegnum hlaup.is og kostar þátttaka í ár 8000 kr en innifalið í þeirri upphæð er vandaður hlaupabolur frá 66°Norður, rútuferð frá marki að rásmarki fyrir hlaup, kjötsúpa og hressing í marki, drykkir á drykkjarstöðvum og þátttökupeningur.