Metþátttaka í ár

Dagsetning birtingar: Jun 27, 2019 2:5:5 PM

Útlit er fyrir metþátttöku i Þorvaldsdalsskokki ársins. Þegar hafa rúmlega 80 hlauparar skráð sig til leiks. Framkvæmd hlaupsins verður með hefðbundnu sniði og munum við, líkt og í fyrra, afhenda keppnisgögn í verslun 66°N í Skipagötu á Akureyri föstudaginn 5. júlí.

Til að hjálpa okkur við skipulagninguna biðjum við þá þátttakendur sem hyggjast EKKI nýta sér rútuferð að rásmarki á morgni hlaupadags að senda okkur skeyti á thorvaldsdalsskokk@umse.is.