Leiðarval í Þorvaldsdalnum!?

Dagsetning birtingar: Jun 17, 2021 9:35:43 PM

Nú styttist í hlaup ársins sem verður laugardaginn 3. júlí! Þorvaldsdalsskokkarar verja oft vetrinum í efasemdir um leiðarval síðasta sumars og undirbúning fyrir næsta hlaup. Gott getur verið að leggjast yfir loftmyndir eða skoða feril síðasta hlaups. Um leið og skipuleggjendur skokksins benda á að leiðarval er algjörlega frjálst (meðan ekki eru troðin niður óslegin tún bænda) þá er sjálfsagt að deila með verðandi keppendum leið þeirri sem Starri Heiðmarsson hljóp sumarið 2020 en hér má sækja gpx skrá af leiðinni.

Vert er að benda á að leiðarval Starra getur verið allrar gagnrýni vert ;-)