Hlaupdagur nálgast

Dagsetning birtingar: Jun 29, 2011 10:3:56 PM

Laugardagurinn 2. júlí nálgast óðum. Veðurspáin hefur skánað nokkuð frá því sem var og verður vonandi meinlaust veður með hægri austanátt. Keppendur geta nálgast númer og boli sína (þeir sem skráðu sig fyrir sunnudagskvöldið 26. júní) að morgni keppnisdags við Árskógsskóla en þar verður opnað 9:15. Rúta fer svo frá Árskógsskóla að startinu kl. 11:00.