Hlaupdagur 2017

Dagsetning birtingar: Jun 23, 2017 7:27:16 AM

Þorvaldsdalsskokkið verður þreytt á laugardaginn 1. júlí. Keppendur geta skilið bíla sína eftir nærri marki hlaupsins hjá Árskógsskóla, Árskógsströnd en boðið er uppá flutning þaðan að rásmarki kl. 11. Keppnisgögn fást afhent við Árskógsskóla frá kl. 10:00 laugardaginn 1. júlí en einnig verður hægt að fá númer afhent við réttina hjá Fornhaga þar sem hlaupið hefst stundvíslega kl. 12:00.

Við hvetjum hlaupara til að kynna sér veðurspá og velja klæðnað og búnað í samræmi við veðurútlit!

Hafið í huga! Þorvaldsdalurinn er óbyggður og gæsla á dalnum sjálfum er takmörkuð. Villugjarnt getur verið í þoku og slæmu skyggni og mikilvægt að fara gætilega. Til að komast til byggða skal ganga niður í móti og fylgja lækjum þegar það er hægt. Athugið að láta skipuleggjendur hlaupsins vita af ferðum ykkar ef þið gangið til baka án þess að láta gæslumenn á drykkjarstöðvum eða eftirfara vita af ykkur.