Hálfur Þorvaldsdalur

Dagsetning birtingar: Jun 26, 2020 9:1:52 AM

Í ár verður í fyrsta skipti í boði að hlaupa "hálfan" Þorvaldsdal. Um er að ræða tæplega 16 km leið þar sem hlaupið hefst vestanvert í dalnum við bæinn Brattavelli en markið er á sama stað og í hefðbundna hlaupinu, þ.e. við rafveituskúrinn hjá Stærri-Árskógi.

Hækkun er u.þ.b. 200 metrar fram dalinn en fyrst í stað er hlaupið eftir vegslóðum sem notaðir eru til að nytja tún bænda. Innar í dalnum má fylgja gömlum ýtuslóða en líkt og í Þorvaldsdalsskokkinu þá er hlaupurum leiðaval frjálst. Þó þurfa allir að fara yfir brúna á Þorvaldsdalsá rétt neðan við vatnið en þar verður fyrsta drykkjarstöðin staðsett. Eftir að yfir brúan er komið þá verður flótlega fyrir jeppaslóði sem leiðir hlaupara í mark. Þó skal tekið fram að við Hrafnagilsá er gott að fara yfir ána á göngubrú sem er rétt ofan við vaðið og þar borgar sig að sveigja af slóðanum nokkru áður en komið er að vaðinu en það verður merkt. Drykkjarstöð er svo rétt norðan við Hrafnagilsá. Síðasta drykkjarstöðin er svo u.þ.b. 2,5 km frá marki við afréttargirðinguna.

Hálfur Þorvaldsdalur hefst 12:30 og fer rúta frá Árskógsskóla 12:15.

Hér má sjá hugsanlega leið