Frábær árangur
Dagsetning birtingar: Jul 07, 2010 9:2:54 PM
Konurnar stóðu sig ekki síður vel! Þannig bætti Hólmfríður Vala besta tímann í kvennaflokki um rúmar 15 mínútur, önnur kona, Guðbjörg Margrét Björnsdóttir var sömuleiðis undir gamla metinu. Sigríður Einarsdóttir stórbætti tímann í sínum aldursflokki (átti eldra metið sjálf) og Arnfríður Kjartansdóttir bætti tímann í sínum aldursflokki.
Í Þorvaldsdalsskokki ársins náðist frábær árangur.
Tveggja tíma múrinn var brotinn af tveimur keppendum en bæði sigurvegari ársins, Björn Margeirsson og Stefán Viðar Sigtryggson hlupu dalinn á skemmri tíma en tveimur tímum. Báðir bættu þeir tímann í sínum aldursflokki auk þess sem þriðji maður, Sigurjón Sigurbjörnsson bætti tímann í sínum aldursflokki.
Samantekið var því besti tíminn bættur í öllum aldursflokkum nema flokki karla eldri en 60 ára. Í þeim flokki var þó eitt besta afrekið unnið af Árni Sigurbergssyni, 78 ára, sem hljóp dalinn á 4:30:00.