Bjartviðri á hlaupdag!

Dagsetning birtingar: Jun 29, 2013 7:59:22 AM

Þá er runninn upp hlaupdagur 20. Þorvaldsdalsskokksins og er veðurútlitið gott. Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan andvara í dag en reikna má með að hlaupurum mæti hafgola þegar halla fer undan fæti að Árskógsströnd. Eitthvað kann sú hafgola að draga úr hraða hlauparanna en líklegra er þó að hún reynist kærkomin kæling þreyttum eftir baráttu við mýrar og snjóskafla en eins og áður hefur komið fram þá er óvenju mikill snjór á dalnum þetta árið.