27. Þorvaldsdalsskokkið

Dagsetning birtingar: Jul 05, 2020 10:47:23 AM

Lokið er 27. Þorvaldsdalsskokkinu sem fór fram við góðar veðuraðstæður 4. júlí 2020. Færið á dalnum var hins vegar með "kaldara" móti en sakir snjóþunga vetursins voru feikn af snjó sem hlauparar þurftu að hlaupa yfir og var þetta umfram það sem elstu menn muna! Í fyrsta skipti var öll tímataka í höndum "timataka.is" og er hægt að sjá öllu úrslit á síðu þeirra.

Laugardaginn 3. júlí 2021 verður Þorvaldsdalsskokkið þreytt í 28. sinn!