Þorvaldsdalsskokkið 2012

Dagsetning birtingar: Jul 08, 2012 11:28:55 AM

Þorvaldsdalsskokkið 2012 fór fram í afbragð veðri 7. júlí. Þátttakan var ágæt en 33 hlauparar hlupu dalinn og kom sigurvegarinn, Þorbergur Ingi Jónsson, í mark á nýju meti, 1:47:12. Trausti Hannesson var í öðru sæti og Guðjón Marteinsson þriðji. Fyrst kvenna í mark var Líney Pálsdóttir, önnur Sigríður Elísabeth Sigmundsdóttir og Sigrún Kristjánsdóttir í þriðja sæti.

Þorbergur Ingi með verðlaun sín að hlaupi loknu.

Þrjár fyrst konur, frá vinstri: Sigríður Elísabeth Sigmundsdóttir (2. sæti), Líney Pálsdóttir (1. sæti) og Sigrún Kristjánsdóttir (3. sæti)