úrslit 2016

Dagsetning birtingar: Jul 03, 2016 3:49:2 PM

Úrslit Þorvaldsdalsskokksins 2016 má nú sjá á hlaup.is.

Sigurvegari í ár var Gísli Einar Árnason á tímanum 2:04:44, í kvennaflokki sigraði Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir á tímanum 2:36:03.

Annar í karlaflokki var Ármann Guðmundsson á 2:26:11 og í þriðja sæti Egill Bjarni Gíslason á tímanum 2:27:32 en þess má geta að Egill Bjarni er fæddur 2001 og er þetta mikil bæting á besta tíma sem hlaupari yngri en 16 ára hafa náð.

Inga Fanney varð önnur í kvennaflokki á tímanum 2:59:05 og í þriðja sæti í kvennaflokki var Sigríður Gísladóttir á 3:11:59.