2006

Þorvaldsdalsskokkið 1. júlí 2006

Þrettánda Þorvaldsdalsskokkið fór fram laugardaginn 1. júlí við góðar aðstæður. Heiðskírt var og hægur sunnanvindur þegar hlaupið hófst en vindáttin varð vestanstæðari meðan á hlaupinu stóð og jafnvel norðvestan auk þess sem örlítil úrkoma féll. Tuttugu og níu keppendur mættu til leiks og þar af voru 6 göngumenn er nutu leiðsagnar Bjarna Guðleifssonar um dalinn. Sigurvegari að þessu sinni varð Börkur Árnason á tímanum 2 klst. 25 mín og 8 sek. Jón Þór Jósepsson varð annar og Hrafn Margeirsson þriðji. Fyrst kvenna varð Auður Aðalsteinsdóttir, önnur Guðrún Kristín Sæmundsdóttir og Guðbjörg M. Björnsdóttir þriðja.

Þrír fyrstu í karla- og kvennaflokki fengu gjafabréf frá Afreksvörum ehf. Einnig hlaut sigurvegarinn í hverjum aldursflokki bókina Úr útiverunni-gengið og skokkað eftir Bjarna Guðleifssonar sem Hólar bókaútgáfa gefur út.

Heildarúrslit urðu: