2009

Þorvaldsdalsskokkið 4. júlí 2009

Sextánda Þorvaldsdalsskokkið fór fram laugardaginn 4. júlí við góðar aðstæður. Metþátttaka var að þessu sinni, 53 þátttakendur, 29 hlauparar og 24 göngumenn. Afbragðsveður var suðlægur vindur en þátttakendum mætti frísk hafgola þegar yfir vatnaskil var komið.

Sigurvegari að þessu sinni varð Stefán V. Sigtryggsson á tímanum 2 klst. 12 mín og 59 sek. Óskar Jakobsson varð annar og Ólafur Hartwig Björnsson þriðji. Fyrst kvenna varð Sif Arnarsdóttir á tímanum 2 klst. 44 mínútur og 44 sekúndur önnur Huld Konráðsdóttir og Ingibjörg Elín Halldórsdóttir þriðja.´

Að þessu sinni var þátttakandi í hlaupinu yngri en 16 ára, Anders Aanesen frá Dalvík og hljóp hann á ágætum tíma, 3:02:01. Ári eldri félagi hans, Lárus Páll Guðmundsson, var á tímanum 2:24:46 sem sömuleiðis er afbragðs árangur.

Þrír fyrstu í karla- og kvennaflokki fengu gjafabréf frá Afreksvörum ehf

Heildarúrslit urðu:

Flokkaúrslit!

Karlar:

Yngri en 16 ára:

16-39 ára

40-49 ára

Konur

16-39 ára

40-49 ára

Göngumenn: