Landvættir geta hlaupið Þorvaldsdalinn

Dagsetning birtingar: Jun 04, 2016 11:19:43 AM

Landvættur er heiðurstitill sem þeir bera er lokið hafa fjórum mismunandi þrautum hverri í sínum fjórðungi landsins. Þannig þarf að synda Urriðavatnssundið á Austurlandi, hjóla Bláa Lóns þrautina á Suðurlandi, keppa í Fossavatnsgöngunni fyrir vestan og í norðurhlutanum er hægt að velja um að hlaupa annað hvort Jökulsárhlaupið eða Þorvaldsdalsskokkið! Þorvaldsdalurinn býður verðandi Landvætti velkomna í dalinn!