1997

Þorvaldsdalsskokkið 1997

Jón Ívar Rafnsson setti met.

Fjórða Þorvaldsdalsskokkið fór fram á laugardag við ágætar aðstæður. Þáttakendur voru í færra lagi eða rétt um 20, en það vakti athygli að engar konur mættu til leiks. Þorvaldsdalsskokkið er ætlað hlaupurum, skokkurum og göngumönnum, og fer hver á þeim hraða sem honum hentar best, og velur þá leið sem honum sýnist hagkvæmust. Má segja að Þorvaldsdalsskokkið sé eins konar blanda af hlaupi, göngu og ratleik. Elsti þátttakandinn í ár var 67 ára. Sífellt er verið að bæta metið, og nú bætti Jón Ívar Rafnsson á Akureyri met Finns Friðrikssonar um 6 mínútur og 13 sekúndur og var tími hans 2,07,37. Tími þátttakenda var sem hér greinir:

16-39 ára

1. Jón Ívar Rafnsson, Akureyri 2,07,37

2. Starri Heiðmarsson, Lýtingsstaðahreppi 2,25,25

3. Brynjar Skúlason, Akureyri 2,26,42

4. Ólafur Briem, Kópavogi 2,45,50

5. Andri Sigurjónsson, Kópavogi 2,47,50

6. Erkki Peukkuri, Eyjafjarðarsveit 2,58,30

7. Helgi Þór Helgason, Öxnadal 3,14,50

8. Björgvin Jónsson, Árskógsströnd 3,56,47

9. Ólafur Elís Gunnarsson, Akureyri 4,03,30

40-49 ára

1. Ólafur H. Baldvinsson, Akureyri 2,43,20

2. Steinar Frímannsson, Reykjavík 2,50,24

3. Þorsteinn Konráðsson, Akureyri 4,24,00

4. Frosti Meldal, Akureyri 5,26,00

50-59 ára

1. Sigurður Bjarklind, Akureyri 2,09,03

2. Vöggur Magnússon, Reykjavík 2,27,04

3. Bjarni E. Guðleifsson, Arnarneshreppi 3,05,45

4. Þorsteinn Skaftason, Dalvík 3,16,17

5. Stefán Jónsson, Akureyri 4,03,20

60-69 ára

1. Arnór Haraldsson, Akureyri 5,26,00