Sextánda Þorvaldsdalsskokkið 4. júlí 2009 tókst vel!

Dagsetning birtingar: Apr 28, 2010 7:44:41 PM

Þátttökumet var sett en alls voru 53 þátttakendur sem annaðhvort gengu eða hlupu dalinn.

Sigurvegari í karlaflokki var Stefán Viðar Sigtryggsson á tímanum 2:12:59, Óskar Jakobsson var annar á 2:14:25 og Ólafur Hartwig Björnsson þriðji á 2:19:08.

Fyrst kvenna var Sif Arnarsdóttir á tímanum 2:44:44, önnur varð Huld Konráðsdóttir á 2:48:05 og þriðja Ingibjörg Elín Halldórsdóttir á 3:14:15.

Framkvæmdaaðilar Þorvaldsdalsskokksins eru: Ferðafélagið Hörgur, UMSE, Ungmennafélagið Reynir, Árskógsströnd og Ungmennafélagið Smárinn, Hörgárbyggð.

Næst verður Þorvaldsdalsskokkið þreytt laugardaginn 3. júlí 2010.