Hlaupadagur 3. júlí!

Dagsetning birtingar: Jul 01, 2010 8:27:16 AM

Dagskrá dagsins:

8:15 - Göngufólk mætir með bíla sína við Árskógsskóla þar sem Sportferðir bjóða þátttakendum far að rásmarki. Göngufólk getur einnig mætt við réttina nærri Fornhaga fyrir 9:00.

9:00 - Gönguhópurinn ræstur, leiðsögn verður í höndum Frímanns Guðmundssonar frá Ferðafélagi Akureyrar.

11:00 - Hlauparar mæta með bíla sína við Árskógsskóla þar sem Ævar og Bóas munu sjá um að flytja þá að rásmarki. Einnig geta hlauparar mætt við rásmarkið, sem er við réttina nærri Fornhaga í Hörgárdal, fyrir 11:45.

12:00 - Hlauparar ræstir af stað

16:00 - Tímatöku lýkur

Til að auðvelda skipulagningu hlaupsins væri vel þegið ef þátttakendur sem hyggjast mæta beint í rásmark sendi tilkynningu um það á thorvaldsdalsskokk@umse.is eða hringi í Starra (663 2650).

Fjórar drykkjarstöðvar eru á leiðinni þar sem boðið er upp á Gatorade og vatn.

Þrír fyrstu í kvenna- og karlaflokki hljóta vegleg verðlaun frá 66°Norður.

Þátttakendum er boðið í sund að Þelamörk að loknu hlaupi/göngu, nóg er að sýna verðlaunapening í afgreiðslu sundlaugarinnar.

Nánari upplýsingar um leiðina má finna í slóðinni til vinstri "Um Þorvaldsdalsskokkið"