Ágætur sigurtími við erfiðar aðstæður

Dagsetning birtingar: Jul 06, 2014 8:7:38 PM

Þorvaldsdalsskokkið fór fram í dag, sólarhring á eftir áætlun en vegna mikillar úrkomu í gær var ekki mögulegt að hlaupa þá. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, blautar kindagötur, hála steina og óvenju mikinn snjó náðist ágætis tími en Gísli Einar Árnason sigraði í hlaupinu á 2 klst 12 mínútum og 11 mínútum. Gísli Einar vann þarmeð sinn annan sigur í Þorvaldsdalsskokkinu en hann sigraði áður 2001 auk þess sem hann var annar árið 2011. Annar í karlaflokki var Jim Lee á 2:13:44 og þriðji var Hólmgeir Rúnar Hreinsson á 2:34:15.

Fyrst kvenna var Lisa Elowson á 2:41:19 en fleiri konur komu ekki í mark að þessu sinni.

Hér að neðan má sjá heildarúrslit Þorvaldsdalsskokksins 2014 en þátttaka var óvenju dræm þetta árið.

Flokkaúrslit:

16-39 ára konur

16-39 ára karlar

40-49 ára karlar

50-59 ára karlar