1996

Þorvaldsdalsskokkið 1996

Finnur Friðriksson bætti metið um 7 sekúndur.

Þriðja Þorvaldsdalsskokkið fór fram á forsetakosningadaginn 29. júní í blíðskaparveðri og hafa aðstæður aldrei verið betri. Það voru 33 bjartsýnir þátttakendur sem lögðu af stað í glaðasólskini og hægur norðan andvari kældi þá hæfilega þegar leið á skokkið. Farið var frá Fornhaga í Hörgárdal og endað við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd. Svo sem fyrr hlupu sumir, aðrir skokkuðu og röltu á milli, og enn aðrir gengu alla leið. Virtust allir ánægðir með að hafa komist Þorvaldsdalinn á enda í blíðunni, 26 kílómetra, en búast má við að göngumennirnir hafi notið fegurðar dalsins mest. Það voru nokkrir þreyttir en ánægðir menn og konur sem gengu til forsetakosninga að loknu hlaupi, og á ferð sinni um dalinn gátu þeir gert upp huga sinn um það hvern skyldi kjósa til forseta. Þeir sem lengra komu að höfðu kosið fyrir hlaup og gátu velt fyrir sér hvort þeir hefðu kosið rétt. Hraðast hljóp Finnur Friðriksson frá Akureyri og bætti hann um 7 sekúndur brautarmet Guðmanns Elíssonar frá því 1994. Elsti þáttakendinn að þessu sinni var Baldvin Ólafsson á Akureyri, 76 ára, jafn gamall og Angantýr Hjörvar Hjálmarsson úr Eyjafjarðarsveit sem hljóp 1995. Tími þátttakenda var eftirfarandi:

Konur 16-39 ára:

1. Hrönn Einarsdóttir, Akureyri 3,07,13

2. Júlía Linda Ólafsdóttir, Akureyri 3,27,06

3. Helga Guðnadóttir, Akureyri 3,32,26

4. Svanhildur Jónasdóttir, Akureyri 3,36,03

5. Þórunn Jónsdóttir, Akureyri 3,45,44

6. Una Sigurðardóttir, Akureyri 3,51,55

7. Sigurbjörg Jónasdóttir, Dalvík 4,46,24

Karlar 16-39 ára:

1. Finnur Friðriksson, Akureyri 2,13,50

2. Jón Ívar Rafnsson, Akureyri 2,26,54

3. Stefán Snær Kristinsson, Akureyri 2,34,51

4. Kristján Þ. Halldórsson, Öxarfjarðarhreppi 2,38,01

5. Karl Ásgrímur Halldórsson, Akureyri 2,38,50

6. Elías Óskarsson, Akureyri 2,42,41

7. Árni G. Gunnarsson, Ólafsfirði 2,54,50

8. Brynjólfur Bjarnason, Arnarneshreppi 2,55,54

9. Mikael R. Tryggvason, Akureyri 3,47,16

10. Björgvin Smári Jónsson, Árskóshreppi 4,06,38

11. Þorleifur Karlsson, Dalvík 4,46,24

Karlar 40-49 ára:

1. Konráð Gunnarsson, Akureyri 2,33,37

2. Rafn Elíasson, Akureyri 2,48,24

3. Steinar Frímannsson, Reykjavík 2,52,42

4. Helgi Helgason, Akureyri 3,02,35

5. Ólafur H. Baldvinsson, Akureyri 3,06,57

6. Þorsteinn Konráðsson, Akureyri 3,49,52

7. Gunnar Kristinsson, Grýtubakkahreppi 3,51,15

8. Frosti Meldal, Akureyri 5,18,43

Karlar 50-59 ára.

1. Kristinn Eyjólfsson, Akureyri 2,51,44

2. Haraldur Sveinbjörnsson, Akureyri 2,56,14

3. Bjarni E. Guðleifsson, Arnarneshreppi 3,02,35

4. Sveinn Jóhannesson, Grýtubakkahreppi 3,51,15

5. Atli Benediktsson, Akureyri 4,20,35

Karlar 60-69 ára:

1. Rúnar Sigmundsson, Akureyri 2,44,48

Karlar 70 ára og eldri:

1. Baldvin Ólafsson, Akureyri 4,47,33