Þorvaldsdalsskokkið 2002 Kvennametið bætt verulega Að þessu sinni fór Þorvaldsdalsskokkið fram í
níunda sinn laugardaginn 7. júlí í ágætis veðri, en bæði daginn áður og
daginn eftir hefði þoka tálmað för manna um dalinn. Keppnisdaginn var
þokan yfir sjónum en sól og logn í dalnum, en svolítil norðangola mætti
mönnum síðasta spölinn. Það voru 19 manns sem tóku þátt í skokkinu og
komust allir á leiðarenda. Skokkarar sem hröðuðu för um dalinn hafa
horft mest fyrir fætur sér, en þeir sem gengu rólega nutu eflaust
náttúrufegurðarinnar meira. Sigurvegari var hinn gamalreyndi hlaupari
Sigurður P. Sigmundsson úr Hafnarfirði á tímanum 2.14.55, en hann er
kominn á fimmtugsaldur. Þá var sett met í kvennaflokki, en Rannveig
Oddsdóttir frá Akureyri hefur hlaupið dalinn hraðast kvenna og náði
tímanum 2.36.04. Bætti hún kvennametið um 27 mínútur.
Árangur varð þessi:
Konur 16-39 ára 1 Rannveig Oddsdóttir, Akureyri 2,36,04 2 Ragna Finnsdóttir, Akureyri 3,20,40 3 Liz Bridgen, Akureyri 3,28,06 4 Lilja Finnsdóttir, Dalvík Konur 40-49 ára 1 Helga Guðnadóttir, Akureyri 4,24,42 Karlar 16-39 ára 1 Klemenz Sæmundsson, Keflavík 2,16,00 2 Gunnar Richter, Hafnarfirði 2,34,09 3 Starri Heiðmarsson, Akureyri 2,37,04 4 Tomas Matti, Svíþjóð 2,37,04 Karlar 40-49 ára 1 Sigurður P. Sigmundsson, Hafnarfirði 2,14,55 2 Kristján Þ. Halldórsson, Kópaskeri 2,42,09 3 Torfi H. Leifsson, Hafnarfirði 2,45,14 4 Ólafur Elís Gunnarsson, Akureyri 4,26,00 5 Kristján Snorrason, Dalvík Karlar 50-59 ára 1 Sveinn K. Baldursson, Hafnarfirði 2,45,33 2 Broddi B. Bjarnason, Egilsstöðum 3,59,04 3 Stefán Ingólfsson, Akureyri 4,26,00 |
Úrslit fyrri ára >