Þorvaldsdalsskokkið 2001 Met kvenna slegið í Þorvaldsdalsskokkinu. Það voru um 20 þáttakendur í skokkinu að þessu sinni, sumir fóru hratt yfir en aðrir gengu í rólegheitum og nutu náttúrufegurðarinnar. Náttúran skartaði sínu fegursta, enda var nánast logn og sól skein í heiði. Töldu sumir keppendur að hitinn hefði verið það mikill að hann hefði á köflum hamlað þeim. Fljótastur gegnum dalinn að þessu sinni var Gísli Einar Árnason úr Reykjavík og var hann einungis rúmum 3 mínútum frá metinu, hljóp á 2.10.41, og er það næstbesti tími sem náðst hefur. Þá náði sigurvegari í kvennaflokki, Áslaug Helgadóttir úr Reykjavík, besta tíma sem kvennmaður hefur náð til þessa, bætti fyrra met um 4 mínútur, og hljóp á 3.03.47. Tíminn var ekki mældur nákvæmlega á göngumönnum, enda er hann ekki aðalatriði hjá þeim. Ekki er vitað annað en að allir hafi verið ánægðir að loknu Þorvaldsdalsskokkinu á þessum fagra degi.
Konur 16-39 ára 1 Hjördís Tryggvadóttir Reykjavík 3.11.08 2 Dawn Colton Bandaríkjunum 3.47.19 3 Hanna Berglind Jónsdóttir Akureyri (6.10.00) 4-5 Hugrún Felixdóttir Dalvík (7.00.00) 4-5 Rannveig E. Hjaltadóttir Dalvík (7.00.00)
Konur 40-49 ára 1 Áslaug Helgadóttir Reykjavík 3.03.47 2 Védís Baldursdóttir Akureyri (6.05.00)
Konur 50-59 ára 1-2 Ingibjörg Auðunsdóttir Akureyri (6.20.00) 1-2 Herdís Zophaníasdóttir Akureyri (6.20.00)
Karlar 16-39 ára 1 Gísli Einar Árnason Reykjavík 2.10.41 2 Marteinn Sigurðsson Reykjavík 2.17.39 3 Klemenz Sæmundsson Reykjanesbæ 2.20.17 4 Ágúst Magnússon Kópavogi 2.38.31 5 Kári Gíslason Reykjavík 2.42.25 6 Brynjar Finnsson Arnarneshreppur 2.52.47 7 Birgir Ragnarsson Reykjavík 3.03.16 8 Einar Ísfeld Steinarsson Reykjavík 3.08.52
Karlar 40-49 ára 1 Árni Árnason Seltjarnarnes 3.09.08 2 Guðbjörn Sigvaldason Mosfellsbæ 3.40.23
Karlar 50-59 ára 1 Gísli H. Friðgeirsson Reykjavík 3.17.01 2 Ólafur Tr. Kjartansson Akureyri 3.59.54 |
Úrslit fyrri ára >