Untitled‎ > ‎

Hlaupið 2014

posted Jul 2, 2014, 3:31 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE   [ updated Jul 2, 2014, 3:34 AM ]
Þorvaldsdalsskokkið 2014 verður þreytt á laugardaginn 5. júlí n.k. Forsvarsmenn hlaupsins vilja vekja athygli þátttakenda á að veðurspáin gerir ráð fyrir norðanátt á hlaupdag og því mikilvægt að hlauparar séu búnir í samræmi við aðstæður. Allnokkur snjór er enn á Þorvaldsdalnum og því má búast við margvíslegu færi í hlaupinu á laugardaginn. Hér má sjá yfirlitskort yfir upphaf og endi hlaupsins auk þess sem merktur er inn Árskógsskóli þar sem hægt er að mæta fyrir 11 á hlaupdag og skilja bíl eftir til að farartækið sé innan seilingar þegar í mark er komið!
Comments