Untitled‎ > ‎

Skráning í Þorvaldsdalsskokkið 2011 hafin

posted Jun 5, 2011, 9:43 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE   [ updated Jun 14, 2011, 4:08 PM ]
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Þorvaldsdalsskokkið sem haldið verður í 18. skiptið þann 2. júlí n.k. Líkt og síðasta sumar þá er hlaupið hluti af hlauparöð 66°Norður. Frekari upplýsingar um hlaup sumarsins má finna hér að neðan.

Staður og tímasetning
Hlaupið hefst við Fornhaga í Hörgárdal og lýkur við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd. Hlaupið hefst kl. 12:00 þann 2. júlí en kl. 11:00 fer rúta frá Árskógsskóla fyrir þá sem vilja geyma bílinn við rásmarkið.

Vegalengdin er tæpir 25 kílómetrar.

Skráning og mæting
Skráningargjald í Þorvaldsdalsskokkið er 5.000 kr í forskráningu og fá þeir sem skrá sig fyrir kl. 20:00 sunnudaginn 26. júní bol frá 66° Norður (dry fit bolur, svartur eða rauður). Forskráningu lýkur svo föstudaginn 1. júlí kl. 20:00 en einnig má skrá sig á staðnum gegn 5.000 gjaldi.

Forskráning fer fram á netinu hlaup.is en einnig er hægt að hafa samband við skipuleggjendur á thorvaldsdalsskokk@umse.is varðandi greiðslu þátttökugjalda. Forskráningu og greiðslu þátttökugjalda lýkur kl. 20:00 föstudaginn 1. júlí.

Innifalið í skráningargjaldinu er:

  • Verðlaunapeningur og sérverðlaun fyrir 3 fyrstu í kvenna- og karlaflokki
  • Tímataka
  • Langerma dryfit bolur frá 66°Norður (sé skráð fyrir kl. 20:00 sunnudaginn 26. júní)
  • Rútuferðir frá Árskógsskóla að rásstað
  • Vatn og orkudrykkur á leiðinni
  • Hressing í marki
  • Brautar- og öryggisgæsla á leiðinni, flutningur fyrir þá sem ekki komast á leiðarenda
  • Frítt í sund í sundlauginni á Þelamörk - Jónasarlaug að hlaupi loknu (þar sem hlauparar eru oft hæfilega drullugir eftir baráttu við mýrar og moldartroðninga mælumst við til að fólk velji útiklefana á Þelamörk!)

Bolirnir sem fylgja með skráningargjaldinu eru langerma af gerðinni "gunnar".

  

Nánari upplýsingar
thorvaldsdalur@umse.is.

Comments