Fréttir


Hlaupdagur 2017

posted Jun 23, 2017, 12:27 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE   [ updated Jun 26, 2017, 4:02 PM ]

Þorvaldsdalsskokkið verður þreytt á laugardaginn 1. júlí. Keppendur geta skilið bíla sína eftir nærri marki hlaupsins hjá Árskógsskóla, Árskógsströnd en boðið er uppá flutning þaðan að rásmarki kl. 11. Keppnisgögn fást afhent við Árskógsskóla frá kl. 10:00 laugardaginn 1. júlí en einnig verður hægt að fá númer afhent við réttina hjá Fornhaga þar sem hlaupið hefst stundvíslega kl. 12:00.
Við hvetjum hlaupara til að kynna sér veðurspá og velja klæðnað og búnað í samræmi við veðurútlit!

Hafið í huga! Þorvaldsdalurinn er óbyggður og gæsla á dalnum sjálfum er takmörkuð. Villugjarnt getur verið í þoku og slæmu skyggni og mikilvægt að fara gætilega. Til að komast til byggða skal ganga niður í móti og fylgja lækjum þegar það er hægt. Athugið að láta skipuleggjendur hlaupsins vita af ferðum ykkar ef þið gangið til baka án þess að láta gæslumenn á drykkjarstöðvum eða eftirfara vita af ykkur.

2017!

posted Oct 19, 2016, 7:55 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Þorvaldsdalsskokkið 2017 verður haldið laugardaginn 1. júlí!

úrslit 2016

posted Jul 3, 2016, 8:49 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Úrslit Þorvaldsdalsskokksins 2016 má nú sjá á hlaup.is.
Sigurvegari í ár var Gísli Einar Árnason á tímanum 2:04:44, í kvennaflokki sigraði Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir á tímanum 2:36:03.
Annar í karlaflokki var Ármann Guðmundsson á 2:26:11 og í þriðja sæti Egill Bjarni Gíslason á tímanum 2:27:32 en þess má geta að Egill Bjarni er fæddur 2001 og er þetta mikil bæting á besta tíma sem hlaupari yngri en 16 ára hafa náð.
Inga Fanney varð önnur í kvennaflokki á tímanum 2:59:05 og í þriðja sæti í kvennaflokki var Sigríður Gísladóttir á 3:11:59.

Hlaupdagur 2. júlí

posted Jun 30, 2016, 3:41 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Þorvaldsdalsskokkið verður þreytt á laugardaginn 2. júlí. Keppendur geta skilið bíla sína eftir nærri marki hlaupsins hjá Árskógsskóla, Árskógsströnd en boðið er uppá flutning þaðan að rásmarki kl. 11. Keppnisgögn fást afhent við Árskógsskóla frá kl. 10:00 laugardaginn 2. júlí en einnig verður hægt að fá númer afhent við réttina hjá Fornhaga þar sem hlaupið hefst stundvíslega kl. 12:00.
Við hvetjum hlaupara til að kynna sér veðurspá og velja klæðnað og búnað í samræmi við veðurútlit!

Landvættir geta hlaupið Þorvaldsdalinn

posted Jun 4, 2016, 4:19 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Landvættur er heiðurstitill sem þeir bera er lokið hafa fjórum mismunandi þrautum hverri í sínum fjórðungi landsins.  Þannig þarf að synda Urriðavatnssundið á Austurlandi, hjóla Bláa Lóns þrautina á Suðurlandi, keppa í Fossavatnsgöngunni fyrir vestan og í norðurhlutanum er hægt að velja um að hlaupa annað hvort Jökulsárhlaupið eða Þorvaldsdalsskokkið! Þorvaldsdalurinn býður verðandi Landvætti velkomna í dalinn!

Opnað fyrir skráningar

posted Apr 27, 2016, 6:36 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Þorvaldsdalsskokkið 2016. Hlaupið mun fara fram laugardaginn 2. júlí og er hægt að skrá sig á hlaup.is.

Þorvaldsdalsskokkið 2016

posted Mar 25, 2016, 4:02 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

...verður háð laugardaginn 2. júlí!

Þátttakendur 2015

posted Jul 12, 2015, 9:08 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Hér má sjá myndir af flestum þátttakendum 2015, flestar myndirnar eru teknar rétt áður en farið var yfir marklínuna.
https://sites.google.com/a/umse.is/thorvaldsdalur/frettir/_draft_post-8/2015_1_tobbi.jpgn
Þorbergur Ingi Jónsson að nálgast síðustu drykkjarstöðina.
 
Daniel Netz og Simon Larsson.
 
Snorri Gunnarsson og Sigurður Kiernan.
 
Emma Andersson og Hólmgeir Rúnar Hreinsson.
 
Stefán Viðar Sigtryggsson og Sigríður Einarsdóttir
 
Baldur Gunnlaugsson og Mark Ubbink
 
Rakel Heiðmarsdóttir og Pétur Magnússon.
 
Daniel Edebro og Henrik Brus.
 
Märta Mollén og Ingibjörg Eydís Ingimarsdóttir
 
Hlynur Skagfjörð Pálsson, Johanna Malmkvist og Maria Klamfelt.
 
Maria Gustafsson og Kristina Halldorf.
Björk Kristjánsdóttir 
Sigurvegarar ársins í kvennaflokki

posted Jul 5, 2015, 10:54 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Emma Andersson frá Svíþjóð sigraði í hlaupi ársins í kvennaflokki. Sigurtími Emmu var 2:28:21 og má sjá hana hlaupa í mark á myndinni hér að neðan.

Sigríður Einarsdóttir, þrautreyndur Þorvaldsdalsskokkari, var í öðru sæti á tímanum 2:39:03 en besta tíma sínum náði Sigríður árið 2010 þegar hún hljóp á 2:29:45 en það er met í aldursflokki 40-49 ára. Í þriðja sæti var svo Rakel Heiðmarsdóttir og stórbætti hún fyrri árangur í hlaupinu og kom í mark á 2:48:44. Hér að neðan má sjá þrjár fyrstu konur, frá vinstri að telja: Sigríður Einarsdóttir, Emma Andersson og Rakel Heiðmarsdóttir.


Sigurvegarar ársins í karlaflokki

posted Jul 5, 2015, 9:31 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Þorbergur Ingi Jónsson sigraði í hlaupi ársins líkt og hann hefur alltaf gert þegar hann hefur tekið þátt. Þorbergur Ingi tók fyrst þátt í hlaupinu árið 2003 og hljóp þá á tímanum 2:00:04 sem þá var besti tími sem náðst hafði. Næst mætti Þorbergur Ingi til leiks árið 2012 og stórbætti þá eigin tíma auk þess sem hann setti met á tímanum 1:47:12. Í ár hljóp Þorbergur Ingi á tímanum 1:53:29 sem er þriðji besti tími frá upphafi. Hér má sjá Þorberg Inga nálgast síðustu drykkjarstöðina og ber klæðaburður hans vitni um veðurblíðu keppnisdagsins.

Næstur á eftir Þorbergi Inga var svíinn Daniel Netz á tímanum 2:08:54 en hann er lengst til vinstri á myndinni hér að neðan. Þorbergur Ingi er í miðjunni en til hægri er Simon Larsson sem lenti í þriðja sæti á tímanum 2:17:13.


1-10 of 48