Fréttir


Opið fyrir skráningar í Þorvaldsdalsskokkið 2018

posted May 2, 2018, 2:29 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated May 2, 2018, 3:37 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE ]

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Þorvaldsdalsskokkið á hlaup.is.


Þorvaldsdalsskokkið er elsta utanvegahlaup á Íslandi og á 25 ára afmæli í ár. Við vonum að þú takir þátt í afmælinu með okkur. Við hlökkum til að sjá þig 7. júlí fyrir norðan.

Fyrir þá sem eru að safna greinum í Landvættinum þá viljum við minna á að Þorvaldsdalsskokkið er hluti af Landvættinum

Aldarfjórðungur!!

posted Sep 28, 2017, 2:56 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Þann 7. júlí 2018 verður Þorvaldsdalsskokkið þreytt í 25. skiptið.

Yngsti sigurvegari sögunnar í Þorvaldsdalsskokkinu!

posted Jul 1, 2017, 12:47 PM by Þorvaldsdalsskokk UMSE   [ updated Jul 1, 2017, 1:13 PM ]

Þorvaldsdalsskokkið fór fram í dag, 1. júlí, við þokkalegar aðstæður. Vindur var norðanstæður og allnokkur þoka á Þorvaldsdalnum sjálfum en hlauparar létu það lítið á sig fá og náðist afbragðs árangur. Sigur í karlaflokki hlaut Egill Bjarni Gíslason en hann bætti sig um tæpar 22 mínútur frá því í fyrra. Þess má einnig geta að Egill Bjarni er einungis 16 ára og ljóst að um efnilegan óbyggðahlaupara er að ræða. Rúmri mínútu á eftir Agli kom Gísli Einar Árnason, faðir hans, og Ingólfur Gíslason var þriðji í karlaflokki. Tími Egils Bjarna var 2:05:52, Gísli Einar var á tímanum 2:09:09 og tími Ingólfs var 2:09:18.
Sigurvegarar í karlaflokki, frá vinstri: Gísli Einar Árnason, Egill Bjarni Gíslason og Ingólfur Gíslason.

Fyrst kvenna í mark kom Anna Berglind Pálmadóttir á tímanum 2:40:30, önnur var Inga Fanney Sigurðardóttir á tímanum 3:02:11 og þriðja varð svo Rakel Steingrímsdóttir á tímanum 3:08:08.
Sigurvegarar í kvennaflokki, frá vinstri: Inga Fanney Sigurðardóttir, Anna Berglind Pálmadóttir og Rakel Steingrímsdóttir

Verðlaun í hlaupinu voru gefin af 66°N og "Whale watching" Hauganes.
Auk þess nýtur hlaupið styrkja hjá Sundlauginni á Þelamörk, Jónasarlaug, og Sportferða.

Flokkaúrslit Þorvaldsdalsskokksins 2017

posted Jul 1, 2017, 12:20 PM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Karlar:
16-39 ára:
1. Egill Bjarni Gíslason 2:05:52
2. Helgi Rúnar Pálsson 2:12:17
3. Valur Þór Kristjánsson 2:19:58
4. Gauti Kjartan Gíslason 2:26:50
5. Kristinn Hallgrimsson 2:38:30
6. Brynjar Helgi Ásgeirsson 2:41:50
7. Kristján Óskar Ásvaldsson 2:56:47
8. Hákon Stefánsson 3:09:43
40-49 ára:
1. Gísli Einar Árnason 2:07:09
2. Einar Sigurjónsson 2:17:58
3. Jón Bersi Ellingsen 2:42:45
4. Þröstur Már Pálmason 2:45:10
5. Helgi Örn Eyþórsson 2:53:40
6. Haukur Pálmason 3:22:45
50-59 ára:
1. Ingólfur Gíslason 2:09:18
2. Andri Teitsson 2:27:57
3. Halldór Arinbjarnarson 2:49:35
4. Stefán Gunnarsson 3:45:30

Konur:
16-39 ára:
1. Anna Berglind Pálmadóttir 2:40:30
2. Inga Fanney Sigurðardóttir 3:02:11
3. Þóra Björk Stefánsdóttir 3:09:46
4. Hólmfríður Bóasdóttir 3:31:49
40-49 ára:
1. Rakel Steingrímsdóttir 3:08:08
2. Auður Ýr Helgadóttir 3:17:18
3. Sigríður Rúna Þóroddsdóttir 3:18:32
4. Eyrun Bjornsdottir 3:36:14
5. Christine Kenney 4:42:08
60-69 ára:
1. Linda Björnsdóttir 3:55:01
2. Guðbjörg Rós Haraldsdóttir 4:45:12

Frábær tími í Þorvaldsdalnum

posted Jul 1, 2017, 12:10 PM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Tuttugasta og fjórða Þorvaldsdalsskokkið gekk vel, 29 þátttakendur tóku þátt í hlaupinu og þrátt fyrir þokusudda á dalnum náðist ágætis árangur í mörgum flokkum.
Egill Bjarni Gíslason kom fyrstur í mark á hreint frábærum tíma, 2 klst, 5 mínútur og 52 sekúndur en þess má geta að Egill Bjarni er einungis 16 ára og tvímælalaust yngsti sigurvegari hlaupsins frá upphafi.
Hér að neðan má sjá tíma allra þátttakenda.

Karlar:

1. Egill Bjarni Gíslason 2:05:52
2. Gísli Einar Árnason 2:07:09
3. Ingólfur Gíslason 2:09:18
4. Helgi Rúnar Pálsson 2:12:17
5. Einar Sigurjónsson 2:17:58
6. Valur Þór Kristjánsson 2:19:58
7. Gauti Kjartan Gíslason 2:26:50
8. Andri Teitsson 2:27:57
9. Kristinn Hallgrimsson 2:38:30
10. Brynjar Helgi Ásgeirsson 2:41:50
11. Jón Bersi Ellingsen 2:42:45
12. Þröstur Már Pálmason 2:45:10
13. Halldór Arinbjarnarson 2:49:35
14. Helgi Örn Eyþórsson 2:53:40
15. Kristján Óskar Ásvaldsson 2:56:47
16. Hákon Stefánsson 3:09:43
17. Haukur Pálmason 3:22:45
18. Stefán Gunnarsson 3:45:30

Konur: 

1. Anna Berglind Pálmadóttir 2:40:30
2. Inga Fanney Sigurðardóttir 3:02:11
3. Rakel Steingrímsdóttir 3:08:08
4. Þóra Björk Stefánsdóttir 3:09:46
5. Auður Ýr Helgadóttir 3:17:18
6. Sigríður Rúna Þóroddsdóttir 3:18:32
7. Hólmfríður Bóasdóttir 3:31:49
8. Eyrun Bjornsdottir 3:36:14
9. Linda Björnsdóttir 3:55:01
10. Christine Kenney 4:42:08
11. Guðbjörg Rós Haraldsdóttir 4:45:12

Hlaupdagur 2017

posted Jun 23, 2017, 12:27 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE   [ updated Jun 26, 2017, 4:02 PM ]

Þorvaldsdalsskokkið verður þreytt á laugardaginn 1. júlí. Keppendur geta skilið bíla sína eftir nærri marki hlaupsins hjá Árskógsskóla, Árskógsströnd en boðið er uppá flutning þaðan að rásmarki kl. 11. Keppnisgögn fást afhent við Árskógsskóla frá kl. 10:00 laugardaginn 1. júlí en einnig verður hægt að fá númer afhent við réttina hjá Fornhaga þar sem hlaupið hefst stundvíslega kl. 12:00.
Við hvetjum hlaupara til að kynna sér veðurspá og velja klæðnað og búnað í samræmi við veðurútlit!

Hafið í huga! Þorvaldsdalurinn er óbyggður og gæsla á dalnum sjálfum er takmörkuð. Villugjarnt getur verið í þoku og slæmu skyggni og mikilvægt að fara gætilega. Til að komast til byggða skal ganga niður í móti og fylgja lækjum þegar það er hægt. Athugið að láta skipuleggjendur hlaupsins vita af ferðum ykkar ef þið gangið til baka án þess að láta gæslumenn á drykkjarstöðvum eða eftirfara vita af ykkur.

2017!

posted Oct 19, 2016, 7:55 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Þorvaldsdalsskokkið 2017 verður haldið laugardaginn 1. júlí!

úrslit 2016

posted Jul 3, 2016, 8:49 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Úrslit Þorvaldsdalsskokksins 2016 má nú sjá á hlaup.is.
Sigurvegari í ár var Gísli Einar Árnason á tímanum 2:04:44, í kvennaflokki sigraði Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir á tímanum 2:36:03.
Annar í karlaflokki var Ármann Guðmundsson á 2:26:11 og í þriðja sæti Egill Bjarni Gíslason á tímanum 2:27:32 en þess má geta að Egill Bjarni er fæddur 2001 og er þetta mikil bæting á besta tíma sem hlaupari yngri en 16 ára hafa náð.
Inga Fanney varð önnur í kvennaflokki á tímanum 2:59:05 og í þriðja sæti í kvennaflokki var Sigríður Gísladóttir á 3:11:59.

Hlaupdagur 2. júlí

posted Jun 30, 2016, 3:41 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Þorvaldsdalsskokkið verður þreytt á laugardaginn 2. júlí. Keppendur geta skilið bíla sína eftir nærri marki hlaupsins hjá Árskógsskóla, Árskógsströnd en boðið er uppá flutning þaðan að rásmarki kl. 11. Keppnisgögn fást afhent við Árskógsskóla frá kl. 10:00 laugardaginn 2. júlí en einnig verður hægt að fá númer afhent við réttina hjá Fornhaga þar sem hlaupið hefst stundvíslega kl. 12:00.
Við hvetjum hlaupara til að kynna sér veðurspá og velja klæðnað og búnað í samræmi við veðurútlit!

Landvættir geta hlaupið Þorvaldsdalinn

posted Jun 4, 2016, 4:19 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Landvættur er heiðurstitill sem þeir bera er lokið hafa fjórum mismunandi þrautum hverri í sínum fjórðungi landsins.  Þannig þarf að synda Urriðavatnssundið á Austurlandi, hjóla Bláa Lóns þrautina á Suðurlandi, keppa í Fossavatnsgöngunni fyrir vestan og í norðurhlutanum er hægt að velja um að hlaupa annað hvort Jökulsárhlaupið eða Þorvaldsdalsskokkið! Þorvaldsdalurinn býður verðandi Landvætti velkomna í dalinn!

1-10 of 53