Untitled28. Þorvaldsdalsskokkið

posted Jan 2, 2021, 12:58 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Þann 3. júlí verður 28. Þorvaldsdalsskokkið þreytt! Það er von hlaupahaldara að mögulegt reynist að halda hlaupið án mikilla takmarkana en fylgjumst grannt með og uppfærum upplýsingar hér á síðunni eftir þörfum. Fljótlega verður opnað fyrir skráningar!

27. Þorvaldsdalsskokkið

posted Jul 5, 2020, 3:47 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Lokið er 27. Þorvaldsdalsskokkinu sem fór fram við góðar veðuraðstæður 4. júlí 2020. Færið á dalnum var hins vegar með "kaldara" móti en sakir snjóþunga vetursins voru feikn af snjó sem hlauparar þurftu að hlaupa yfir og var þetta umfram það sem elstu menn muna! Í fyrsta skipti var öll tímataka í höndum "timataka.is" og er hægt að sjá öllu úrslit á síðu þeirra.
Laugardaginn 3. júlí 2021 verður Þorvaldsdalsskokkið þreytt í 28. sinn!

Nettó bættist í hópinn

posted Jul 3, 2020, 7:57 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Nettóverslunin Glerártorgi var að bætast í hóp samstarfsaðili. Þeir hafa verið með okkur áður og bjóðum þá velkomna aftur.


Bílastæði og rúta

posted Jul 2, 2020, 9:42 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Keppendur í Þorvaldsdalsskokkinu, sem fara með rútunni þurfa að leggja bílum við félagsheimilið Árskógi (Árskógarskóli). Rútan fer svo þaðan. Bíll frá okkur verður í rásmarki sem getur tekið við fatnaði og verður hann síðan staðsettur við markið.


Rástímar

posted Jun 30, 2020, 5:00 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Þorvaldsdalsskokkið:
Ræst kl. 12:00 við Fornhaga.
Mæting í rútu við Árskóg kl. 10:30

Hálfur Þorvaldsdalur (hálfvættur):
Ræst kl. 12:30 við Brattavelli (óheimilt að aka upp af rásmarki)
Mæting í Árskóg kl. 11:45

Ungvættur:
Ræst kl. 12:45 í Þorvaldsdal.
Mæting í Árskóg kl. 11:45


Keppnisgögn

posted Jun 27, 2020, 3:48 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Hægt verður að sækja keppnisgögn í verslun 66°norður í Hafnarstræti 94 á Akureyri, 2. og 3. júlí, milli kl. 15:00 og 18:00. Verslunin býður keppendum 20% afslátt af vörum þessa daga gegn framvísun númera. 

Hálfur Þorvaldsdalur

posted Jun 26, 2020, 2:01 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Í ár verður í fyrsta skipti í boði að hlaupa "hálfan" Þorvaldsdal. Um er að ræða tæplega 16 km leið þar sem hlaupið hefst vestanvert í dalnum við bæinn Brattavelli en markið er á sama stað og í hefðbundna hlaupinu, þ.e. við rafveituskúrinn hjá Stærri-Árskógi.

Hækkun er u.þ.b. 200 metrar fram dalinn en fyrst í stað er hlaupið eftir vegslóðum sem notaðir eru til að nytja tún bænda. Innar í dalnum má fylgja gömlum ýtuslóða en líkt og í Þorvaldsdalsskokkinu þá er hlaupurum leiðaval frjálst. Þó þurfa allir að fara yfir brúna á Þorvaldsdalsá rétt neðan við vatnið en þar verður fyrsta drykkjarstöðin staðsett. Eftir að yfir brúan er komið þá verður flótlega fyrir jeppaslóði sem leiðir hlaupara í mark. Þó skal tekið fram að við Hrafnagilsá er gott að fara yfir ána á göngubrú sem er rétt ofan við vaðið og þar borgar sig að sveigja af slóðanum nokkru áður en komið er að vaðinu en það verður merkt. Drykkjarstöð er svo rétt norðan við Hrafnagilsá. Síðasta drykkjarstöðin er svo u.þ.b. 2,5 km frá marki við afréttargirðinguna.

Hálfur Þorvaldsdalur hefst 12:30 og fer rúta frá Árskógsskóla 12:15.

Hér má sjá hugsanlega leið

Skokkið verður 4. júlí og fjöldi nýrra samstarfsaðila

posted Jun 18, 2020, 9:07 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jun 18, 2020, 9:11 AM ]


Þorvalsdalsskokkið, elsta skipulagða óbyggðahlaup landsins, verður á sínum stað 4. júlí. Það stefnir í frábært hlaup og nú þegar metfjöldi þátttakenda skráður. Samstarf er við Landvættaverkefni Ferðafélags Íslands um hlaupið og verða að þessu sinni þrjú hlaup.

Skráning fer fram á hlaup.is. Bolur merktur hlaupinu fyrir þá sem skrá sig fyrir miðnætti föstudaginn 26. júní. Forskráningu lýkur föstudaginn 3. júlí kl. 20:00.

Nýjir samstarfsaðilar hafa nú bæst í hópinn. Eftirfarandi aðilar starfa með okkur að þessu sinni:
Hauganes whale watching

Nánari upplýsingar um rástíma og hlaupið verða birtar hér á síðunni viku fyrir hlaup.


Sumarið er framundan..

posted May 4, 2020, 3:51 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

...og útlit fyrir að halda megi Þorvaldsdalsskokkið með nokkuð hefðbundnu sniði þann 4. júlí n.k. Hlauphaldarar munu þó, að sjálfsögðu, fylgja fyrirmælum yfirvalda sem verða í gildi á hlaupdegi. Komi til einhverra breytinga á skipulagi þá tilkynnum við það strax hér á heimasíðunni.

Þorvaldsdalsskokkið 4. júlí 2020

posted Feb 12, 2020, 5:01 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Þorvaldsdalsskokkið, elsta skipulagða óbyggðahlaup á Íslandi, verður haldið í 27. sinn þann 4. júlí. 
Að þessu sinni verða þrjú hlaup og eru þau í samstarfi við Landvættaverkefni FÍ.

See below for information about Thorvaldsdalur Valley Terrain Run

Landvættur
Aðalhlaupið hefst við Fornhaga í Hörgárdal og lýkur við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd.
Vegalend er tæpir 25 km
Þátttökugjald er 12.000.- 
Innifalið í gjaldi er bolur merktur skokkinu, sé gengið frá skráningu í síðasta lagi 26. júní í gegnum hlaup.is.
Rúta fer frá Árskógi að rásmarki. Gjald fyrir rútuna er 1.000.-
Rástími og tímasetning rútu auglýst síðar.

Hálfvættur
Hlaupið hefst fyrir ofan Brattavelli á Árskógsströnd og lýkur við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd.
Vegalengd er um 16-18 km
Þátttökugjald er 10.000.- 
Innifalið í gjaldi er bolur merktur skokkinu, sé gengið frá skráningu í síðasta lagi 26. júní í gegnum hlaup.is.
Rúta fer frá Árskógi að rásmarki og er rúta innifalin í þátttökugjaldi. ATH. óheimilt verður að aka upp að                 rásmarki og því er gert ráð fyrir að allir keppendur fari með rútu.
Rástími og tímasetning rútu auglýst síðar.

Ungvættur (12 til 18 ára)
Hlaupið hefst og lýkur við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd.
Vegalengd er um 8-10 km
Þátttökugjald er 8.000.- 
Innifalið í gjaldi er bolur merktur skokkinu, sé gengið frá skráningu í síðasta lagi 26. júní í gegnum hlaup.is.
Rástími auglýstur síðar.


Forskráning fer fram á hlaup.is en einnig er hægt að hafa samband við skipuleggjendur á thorvaldsdalsskokk@umse.is varðandi greiðslu þátttökugjalda. 
Nánari upplýsingar um Þorvaldsdalsskokkið er að finna á hér vefsíðu hlaupsins.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Information in English
Thorvaldsdalur Valley Terrain Run is the oldest terrain run in Iceland, held for the first time in 1994 and every year since. The run is held early July (first Saturday of July) each year in the Þorvaldsdalur Valley in northern Iceland (about 20 km north of Akureyri town). In 2020 it will be held on July 4th.

The Þorvaldsdalur Valley is peculiar in the sense that it opens in both directions, in the south to Hörgárdalur Valley and to the north to Árskógsströnd on the west coast of Eyjafjördur fjord. The run starts close to the farm Fornhagi in Hörgárdalur Valley at 90 m above sea level. The finish line is at Árskógsskóli school at about 60 m above sea level. The total distance is ca. 25 km.

Time registration stops at 4:00 pm.

Registration fee is ISK 12000. Registration is at hlaup.is. Those who register before June 26th. will receive a T- shirt with a logo of the run 
Included in the registration fee:

Medal and prize for three first runners in each gender
T-shirt (if registered before the 26 th of June)
Bus from finish to start (1.000.- ISK added fee)
four drinking stations
Ligth meal at the finish line
security during the run and transport to finish in case of exhaustion

More information and map of area is available at the website.

1-10 of 73